About Þrenning
Frá meistara njósnasagnanna kemur bók um best geymda leyndarmál 20. aldarinnar - byggð á sönnum atburðum.
Árið er 1968 og Egyptar eru að byggja sér kjarnorkuvopnabúr. Nágrannaþjóðin Ísrael vill ekki verða útundan, svo þau senda leynivopnið, njósnarann Nat Dickstein, til Egyptalands. Dickstein ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, heldur dregur hann upp áform um að stela úraníum frá Egyptum og koma því til Ísraels. Með egypsku, rússnesku og arabísku leyniþjónusturnar á hælunum finnur Dickstein fyrir pressunni til að bjarga milljónum saklausra borgara, án þess að upp komist um hann. En hann er ekki einn - hjálpin berst úr ólíklegustu átt, enda örlög heimsins í húfi.
Frásögnin er byggð á Operation Plumbat, leynilegri ísraelskri hernaðaraðgerð sem komst ekki upp um fyrr en áratug eftir að hún átti sér stað.
Ken Follett er breskur metsöluhöfundur. Af þeim 37 titlum sem hann hefur ritað hafa selst yfir 195 milljón eintök á 40 tungumálum í fleiri en 80 löndum. Hann fæddist í Cardiff í Wales árið 1949 og lærði heimspeki á sínum yngri árum áður en hann fór að starfa sem blaðamaður. Árið 1978 skaust hann upp á stjörnuhimininn með bók sinni Nálarauga (Eye of the Needle). Hann hefur ritað mikið af sögulegum skáldsögum, en ein sú vinsælasta er bókin Pillars of the Earth, sem var gerð að sjónvarpsþáttaröð árið 2010. Ken dáir tónlist næstum jafn mikið og bækur og spilar gjarnan á bassagítar. Hann býr í Herefordshire í Englandi með konu sinni Barböru, en þau eiga saman fimm börn, sex barnabörn og þrjá labradora. Hann er virkur í ýmiss konar góðgerðastarfsemi og var formaður Dyslexia Action í áratug.
Show more